Ég heiti Anna Kristín Halldórsdóttir, kennari, kennslufræðingur, starfsráðgjafi og fleira. Ég ákvað að skrifa bók um Jakobsveginn eftir að hafa farið tvisvar og gengið ákveðnar leiðir. Ég var með upplýsingart í símanum og leiðarbók á ensku. Ég fann tilfinnanlega að mig vantaði bók á íslensku þar sem ég gæti flett fram og til baka og skoðað og pælt. jafnvel skrifað hjá mér ef þannig vildi til.

Þessi bók er því tilraun til að gera akkúrat þetta. Ég er með texta og myndir, reyni að birta myndir af þeim stöðum sem sérstaklega er minnst á að ekki megi sleppa að skoða og svo aðrir sem mér persónulega finnst mikilvægir eða spennandi. Ég reyndi að halda mér sjálfri frá textanum (nema í inngangi og formála) og vera hlutlaus og ég vona ekki mjög þurr. Ég lagði mikið upp úr því að hafa textann hlýlegan en ekki fræðilegan og þurran.